fbpx

Um Ísbílinn

Ísbíllinn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem byrjaði með einum bíl Hvítasunnuhelgina árið 1994 en rekur í dag fjölda Ísbíla sem keyra um land allt. Aðalsmerki Ísbílsins er að veita framúrskarandi þjónustu. Ísinn okkar er ávallt ferskur og hefur alltaf verið geymdur við rétt hitastig.

Við reynum að gera komu Ísbílsins að skemmtilegri uppákomu 7-12 sinnum á ári. Við keyrum inn í hverja götu, heim að hverjum bæ og um flest fjölmennari sumarbústaðalönd, hringjum glaðlegri bjöllunni og stoppum í nokkrar mínútur á hverjum stað.

Eitthvað fyrir alla

Við leggjum áherslu á að allir geta fundið ís við sitt hæfi. Við bjóðum upp á sykurlausan ís, laktósfrían ís, lífrænan ís, mjólkurlausan ávaxtaís og hitaeiningasnauðan ís auk hefðbundins rjómaís, jurtaís og frostpinna. Í samstarfi við erlenda birgja getum við boðið upp á ís sem er alveg laus við hnetur og haframjólkurís sem er alveg Vegan. Auk þess bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af frosinni matvöru.

Gæðastaðall Ísbílsins

Ís er að öllum líkindum viðkvæmasta frystivaran á neytendamarkaði. Þegar frost í vörunni fer niður fyrir –18°C er hætta á að ísinn skemmist. Þess vegna er ekki óalgengt að fólk kaupi ónýtan ís út í búð. Sérstaklega eru opnir frystar og frystiskápar varasamir, þar sem umgangur um þá kann að valda því að frostið falli ítrekað niður fyrir –18°C. Eins er mikil hætta á að ís byrji að þiðna á leiðinni heim úr búðinni.

Til þess að fyrirbyggja þetta hefur ísbíllinn sett upp sinn eigin frystilager og eru bílarnir lestaðir beint út úr lagernum. Eins stillum við alla frysta á mjög djúpt frost (–30°C eða dýpra) og því þolir ísinn í ísbílnum betur flutning frá einum frysti í annan.

Shopping Cart
Scroll to Top