isbillinn-gaedi

Ís er að öllum líkindum viðkvæmasta frystivaran á neytendamarkaði. Þegar frost í vörunni fer niður fyrir –18°C er hætta á að ísinn skemmist og algengt að fólk kaupi ónýtan ís út í búð eða að ísinn þiðni á leiðinni heim.

Til þess að fyrirbyggja þetta hefur Ísbíllinn sett upp sinn eigin frystilager og eru bílarnir lestaðir beint út úr lagernum. Eins stillum við alla frysta á mjög djúpt frost (um eða yfir –30°C) og því þolir ísinn betur flutning frá einum frysti í annan. Aðalsmerki Ísbíllins er að hann kemur með Ísinn heim að dyrum til þín og því ekki hætta á skemmdum á vörunni á leiðinni heim.