Ísbíllinn býður upp á ýmsar gerðir af ís fyrir þá sem alla jafna geta ekki notið þess að fá sér ís. Fólk með bráðaofnæmi, sykursýki og/eða mjólkuróþol getur fundið ís í ísbílnum sem það má borða. Eins bjóðum við upp á diet-ís fyrir þá sem eru að passa línurnar en vilja engu að síður geta veitt sér munað á borð við íspinna án þess að fyllast samviskubiti.
Íslenski markaðurinn er lítill og því útilokað að sinna öllum slíkum sérþörfum með innlendri framleiðslu. Í samstarfi við Ísbílafyrirtækin Hjem-is í Danmörku og Hemglass í Svíþjóð, getum við boðið upp á ís sem er alveg laus við hnetur og mjólkurlausan ávaxtaís og haframjólkurís sem eru algerlega vegan. Eins framleiða Hjem-is þeir nokkrar gerðir af sykurlausum ís sem hentar bæði fyrir þá sem þjást af sykursýki og þá sem eru að passa línurnar. Frá þeim fáum við líka laktósafrían rjómaís og hágæða lífrænan rjómaís.