Til að koma til móts við þá sem mega ekki eða vilja ekki hitta aðra, bjóðum við upp á að skilja fyrirfram pantaðar vörur eftir utan við hurð hjá þeim sem það kjósa.
Skoðaðu úrvalið í „Ísinn okkar“ og fylltu út formið hér að neðan til að panta þessa þjónustu. Við munum þá koma með vörurnar og skilja þær eftir hjá þér.

Fyrir dreifingu utan höfuðborgarinnar bjóðum við upp á að afhenda fyrir páska pantanir sem gengið hefur verið frá 3. apríl. Verður í boði á Suðurlandi og Vesturlandi.

 

Við sendum þér reikning með bankaupplýsingum í tölvupósti.
Pöntunin er staðfest um leið og greiðsla hefur borist.
Þú færð þá upplýsingar um áætlaðan afhendingartíma og símanúmer hjá bílstjóranum sem kemur með vörurnar til þín. Hann mun hafa samband símleiðis áður en hann skilur vörurnar eftir utan við útidyrnar.